Alvöru borgfirskt brim

Laufás í briminu í gær
Laufás í briminu í gær
Við Borgfirðingar höfum alltaf borið óttablandna virðingu fyrir sjónum, enda þekkjum við vel þá gríðarlegu krafta sem sjórinn getur leyst úr læðingi. Miðað við umræður á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring, virðast þessar veðurfræðilegu aðstæður á Borgarfirði vekja gríðarlega mikla heimþrá brottfluttra, ekki síður en myndir af miðnætursól og sumarkyrrð. Fátt er tignarlegra í borgfiskri náttúru en alvöru norðanbrim sem brýtur með miklum þunga á Kiðubjörgunum, bryggjunni í Gerðisfjörunni við þorpið. Borgarfjörður er frekar grunnur, nokkuð breiður og opinn fyrir hafi, sem þýðir að öldur rísa hátt og geta brotnað langt frá strönd, en þess má geta til gamans að við smábátahöfnin á Borgarfirði hefur mælst hæsta ölduhæð við íslenskt hafnarmannvirki. Hér er hægt að sjá myndir frá briminu í gær sem Helga Björg Eiríksdóttir tók á rúntinum.