Arabísk hátíð í Fjarðarborg - Þúsundasta og önnur nóttin

Föstudagskvöld K.l. 20:00 Hlaðborð með arabískum réttum kr. 1800
  • Teiknisamkeppni með arabísku ívafi
  • Verðlaunaafhending fyrir besta búninginn
  • Arabísk tónlist og arabísk danskennsla
  • Stiginn arabískur dans í bland við borgfirskan hreindýrapolka fram eftir nóttu

Tekið er á móti skráningum í mat til hádegis á föstudag.

Það er langt síðan að þúsundasta og fyrsta nóttin varð að degi, en það þýðir ekki að ævintýrin gerist ekki enn. Arabíska vorið hefur nú teygt anga sina alla leið á Borgarfjörð eystri og arabíski vorboðinn ljúfi er enginn önnur en Þórunn Ólafsdóttir sem hóf nýverið störf í Fjarðarborg. Hún ætlar að galdra fram arabíska rétti þetta kvöld sem reiddir verða fram á hlaðborð. Þórunn mun uppfræða matargesti um arabíska matar- og drykkjumenningu og deila með þeim skemmtilegum myndum og sögum af dvöl sinni í Egyptalandi.

DJ. Ali Baba frá Jökulsá mun kynna gestum arabíska tónlistarhefð og streyma yfir alnetið arabískum tónum. Eina arabíska hefðin sem við brjótum er við hikum ekki við að smakka áfengi og verður barinn opinn og þar verður lampi. Öllum er frjálst að strjúka lampanum og reyna að ná fram Vínandanum.