Áramótin '86 - '87 haldin hátíðleg á laugardaginn í Fjarðarborg

Á hverju sumri undanfarin ár hefur Já Sæll í Fjarðarborg staðið fyrir einhverri einkennilegri hátíð. Það hafa verið haldin Jól, Þorrablót, Októberfest og Bollywoodhátíð svo eitthvað sé nefnt. Laugardaginn 9. júlí verða haldin áramót, og urðu áramótin 1986-1987 fyrir valinu. Eins og segir í auglýsingu frá Já Sæll þá verður alvöru áramótamatur, flugeldur, valin atriði úr skaupinu '86, bjórlíki, svipmyndir af innlendum vettvangi, vanilluís og kokteilávextir og fl og fl.

Magni & the Hafthors ætla svo að spila eftir borðhald fyrir þá sem vilja dans.

Skráning er hafin í s:472-9920 í Fjarðarborg og kostar miðinn litlar 4800.- kr. Best að skrá sig sem fyrst og helst ekki seinna en á hádegi á fimmtudag.