Árshátíð

Kæru Borgfirðingar og aðrir velunnarar Verið velkomin á árshátíð og leiksýningu Árshátíð Grunnskólans fer fram laugardaginn 5. apríl í Fjarðarborg. Húsið opnar klukkan 13:30 en sýning hefst stundvíslega klukkan 14:00

Nemendur munu sýna leikritið Lísa í Undralandi sem er endurgerð sögunnar frægu af Lísu í Undralandi  eftir Lewis Carroll. Eftir sýningu verður boðið til kaffisamsætis að hætti foreldrafélagsins.

Miðverð er 1500 krónur og í því er innifalin sýning, kaffi og meðlæti en allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.

Sjáumst sem flest og takið endilega með ykkur gesti.