Árshátíð Grunnskólans

Gestir í sal
Gestir í sal
Árshátíðin okkar var haldin með pompi og prakt síðastliðinn sunnudag. Að þessu sinni var villta vestrið tekið fyrir og fléttuðum við saman söng, dansi og leik og að venju voru allir nemendur grunnskólans þátttakendur.  Ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér konunglega og eftir skemmtunina gæddu sýningargestir sér á veitingum í boði foreldrafélagsins. 
Myndir af árshátíð tala sínu máli og upplýsa þá gleði sem ríkti á sviðinu.