Árshátíð myndir

Við höfum verið óskaplega upptekin við alls konar skemmtilegt að undanförnu. Árshátíðina héldum við með pompi og prakt síðast liðinn laugardag og þótti hún afar vel heppnuð foreldrar bökuðu kræsingar og stóðu vaktina í eldhúsinu.

Leikrit yngri deildar, Urð og grjót, var heimasamið af yngri nemendum og kennaranum þeirra henni Bryndísi. Textinn var unnið upp úr margvíslegum heimildum, rituðum og munnlegum, gömlum og nýjum. Í öllu því ferli tókust nemendur á við nám í íslensku, samfélagsfræði og náttúrufræði og efldu með sér ýmsa mikilvæga hæfni. Gleðin og vinnusemin var líka svo sannarlega við völd í öllu æfingarferlinu undanfarnar vikur.  Leikritið þeirra var lokapunktur í Litlu upplestrarkeppninni sem skólinn tekur nú þátt í í fyrsta sinn.

Uppfærsla eldri nemenda skólans á Hlauptu, týnstu er í tengslum við Þjóðleik sem er leiklistarhátíð ungs fólks. Skólinn hefur tekið þátt í Þjóðleik frá upphafi og við lítum það sem ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að takast á við ögrandi og skapandi verkefni.  Þeir sem taka þátt í Þjóðleik setja á svið leikrit sem flest eru skrifuð af íslenskum leikritahöfundum. Nemendur og umsjónarmenn skapa heim út frá handriti með ímyndunarafl, sköpunargáfu og útsjónasemi að vopni og það gerðu krakkarnir afar vel því þau hafa ráðið mestu um túlkun handritsins. Lokahátíð Þjóðleiks verður haldin í apríl og eflaust mun þá okkar leikrit hafa tekið einhverjum breytingum frá árshátíðardeginum.

Myndirnar sem við setjum á heimasíðuna eru flestar frá æfingum 

Sjá myndir hér (pictures)