Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010

Hérna geta talnaglöggir menn og aðrir áhugasamir skoðað ársreikning sveitarfélagsins fyrir síðastliðið ár. Hér er bókun úr fundargerð og reikningurinn í viðhengi.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 97,0 millj. kr. fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 91,3 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 13,28% sem er lögbundið hámark.
Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A flokki var  0,36% en lögbundið hámark er 0,625% með álagi. Í B flokki var álagningarhlutfallið 1.32% sem er lögbundið og í C flokki var álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,65% með álagi. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í A og B hluta var
jákvæð um 0,9 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 1,9 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2010 nam 158,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 152,0 millj. kr. Veltufé frá rekstri í A hluta var 7,9 millj. kr. og veltufé frá
rekstri A og B hluta var 11,3 millj. kr. Handbært fé í árslok var 30,8 millj. kr.

Smellið hér til að sjá ársreikninginn í heild sinni