ATH! Bregðumst við og gerum kvikmynd að veruleika

Ágætu Borgfirðingar! Eins og þið mörg hver vitið þá stendur til að taka upp kvikmyndina Hjartastein hér í firðinum í sumar og haust. Á sunnudaginn 14. júní á milli 10:00 – 13:00 munu framleiðendur myndarinnar vera með opnar prufur fyrir leikara í Fjarðarborg. Það vantar leikara á öllum aldri í allskonar hlutverk og ekki er gerð krafa um reynslu í leiklist eða framkomu. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið hefur verið að svona verkefni hér í firðinum og því hvetjum við alla til að mæta og leggja þessu verkefni lið. Það er undir okkur komið að þetta verkefni verði að veruleika. Þetta verður gaman og vonandi frábær lyftistöng fyrir samfélagið okkar.