Austurland að Glettingi með U2 heiðurstónleika í Fjarðarborg

Austurland að Glettingi
Austurland að Glettingi
Það er orðið langt síðan Austurland að Glettingi hefur spilað í Fjarðarborg en nú tekur biðin loks enda. Um helgina mun þessi goðsagnakennda hljómsveit taka ofan fyrir tónlist U2 í aðdraganda Bræðslunnar.Þetta er þriðja sýning sveitarinnar á þessu metnaðarfulla heiðursprógrammi sem hefur hlotið mikið lof frá áhorfendum.

Austurland að Glettingi skipa eins og áður þeir Björn Hallgrímsson, Valgeir Skúlason og Björgvin Harri Bjarnason. Þeim til aðstoðar verða Hafþór Snjólfur Helgason og Hafþór Valur Guðjónsson. Hljóðmeistari kvöldsins er Haffi Tempó, Birkir Björns á ljósunum og Bergur Hallgríms sér um videógrafík.

Miðasalan er hafin í Fjarðarborg og er miðaverðið 2900.- kr.

Smellið á myndina til þess að sjá viðburðinn á facebook og boðið komu ykkar