Bangsastund hjá 3.,4. og 5. bekk

Bangsar eins og fólk eru fjölbreytilegir og sitja þeir hér við friðarbál.
Bangsar eins og fólk eru fjölbreytilegir og sitja þeir hér við friðarbál.
Nemendur í 3., 4. og 5. bekk gerðu gjörning í útikennslutofunni 18.mars 2016 í tilefni af alþjóðadegi til afnáms kynþáttamisréttis 21. mars en dagurinn er einnig alþjóðadagur ljóðsins. Af þessu tilefni komu þau með bangsana sína í skólann. Kveikt var bál og böngsunum raðað í kring um bálið,  krakkarnir skrifuðu ljóð um vináttuna eða frið en fyrr um morguninn höfðu þau velt fyrir sér andheitum orðsins kynþáttafordómar. Ljóðin lásu þau upp fyrir eldri nemendur og aðra áheyrendur í lok tímans. Þau höfðu sjálf komist að því að þau gætu notað bangsa sem tákn fjölbreytileika og þeir eru í þessum gjörningi vísun til mikilvægi fjölbreytileikans í samfélagi  okkar og mikilvægi þess að afnema misrétti. Bangsinn hefur einnig á síðustu misserum orðið tákn sakleysisins, barna á flótta og mannúðar. Ljóðin má lesa hér.