Berjaferð

Leikskólinn  tók til starfa aftur eftir sumarfrí 7. ágúst. Í vikunni þar á eftir komu svo frístundakrakkarnir til okkar og þá brugðum við okkur í berjamó. Ekki þurftum við að leita langt því í Álfaborginni fundum við þessi fínu ber; krækiber, bláber og aðalbláber. Við hefðum geta verið þar allan daginn því nóg var af berjunum og eins og ætíð þegar fer að líða að heimferð finnur maður stærstu og safaríkustu berin svo það var ansi erfitt að slíta sig í burtu. Við ákváðum því að koma hið fyrsta aftur og þá með stærri berjaílát.  Hér má sjá myndir/pictures.