Betri Borgarfjörður

Í haust settu nemendur niður á blað hugmyndir af verkefnum sem þau vildu vinna í umhverfismenntartímum í vetur.Hluti af þessum hugmyndum snúa að því að bæta og fegra nærumhverfið okkar. Það sem nemendur nefndu í þessu samhengi var að gróðursetja tré og blóm, leggja göngustíga, setja upp bekki, útbúa hjólaþrautabraut og setja upp leiktæki. Nemendur skrifuðu, hvert og eitt, hreppsnefnd bréf þar sem þau útlistuðu sínar hugmyndir; hvað, hvernig, hvar og af hverju þau völdu þetta atriði. Fulltrúar hreppsnefndar, þeir Jón sveitarstjóri og Jakob oddviti komu til okkar á miðvikudaginn og hlustuðu á málflutning nemenda og veitt bréfunum viðtöku. Eftir að Jón hafði svarað fyrirspurnum nemenda veittu þeir bréfunum viðtöku. Við þökkum þeim kærlega fyrir góðar undirtektir og að sýna nemendum hvernig lýðræði virkar í lýðræðissamfélagi. Hér má sjá myndir.