Betri Borgarfjörður - Verkefnastyrkir 2019 - Opið fyrir umsóknir!

Styrkhafar voru glaðir með sitt 
við úthlutun í desesmber 2018.
Styrkhafar voru glaðir með sitt
við úthlutun í desesmber 2018.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Borgafirði eystri í tengslum við verkefnið Betri Borgarfjörður. Úthlutað er árlega og eru 7 milljónir í pottinum að þessu sinni. Hægt er að sækja um stuðning við þróun hugmynda og verkefna sem falla að markmiðum verkefnisins. Verkefnisstjórn fagnar sérstaklega nýjum hugmyndum sem gætu leitt til atvinnusköpunar. Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu á Borgarfirði eru hvattir til að sækja um. 

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Frekari upplýsingar, eyðublöð og umsóknarreglur er að finna hér.

Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk. og skal umsóknum skilað á tölvutæku formi til Öldu Marínar á netfangið aldamarin@austurbru.is. Til að fá nánari upplýsingar eða aðstoð er velkomið að hafa samband í tölvupósti, hringja í s. 470-3860 eða koma við í Fjarðarborg.