Bíllaus dagur

Fararskjóti framtíðar ??
Fararskjóti framtíðar ??
Á morgun, miðvikudag, er bíllaus dagur hjá okkur. Bíllaus dagur er hugmynd sem kom fram hjá nemendum í haust á "Grænfánadeginum".Með þessari hugmynd vilja þeir vekja okkur til umhugsunar um ferðamáta, hvernig við komum okkur á milli staða og hvort við þurfum svona oft að hreyfa bílinn. Inn í þessar vangaveltur fléttast svo atriði eins og heilsa, peningasparnaður og mengun. Þau útbjuggu í síðasta umhverfismenntatíma slagorð sem þau hafa fest upp á nokkra ljósastaura. Þar gefur að líta slagorð eins og; Eitt labb á dag, kemur skapinu í lag. Förum á hestbaki út í búð. Hvílum bílinn. Sérðu sólina, labbaðu með henni. Hoppaðu út úr bílnum og horfðu á heiminn. 
Hvetjum við alla sem geta til að taka þátt í þessu með okkur, því fleiri því betra :)