Bingó

Bingó í Fjarðarborg
Bingó í Fjarðarborg
Síðast liðinn þriðjudag var spilað bingó í Fjarðarborg. Þar komu saman nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir sveitungar og spiluðu saman bingó. Góð þátttaka var og mikið fjör en nemendur stjórnuðu sjálfir leiknum. Eins og gengur fóru sumir heim með vinninga en aðrir ekki en þá er bara að líta á björtu hliðarnar og hugsa sem svo ..." óheppinn í spilum, heppinn í ástum"....  Í  leikhléi var boðið upp á grænmetissúpu og brauð sem nemendur höfðu sjálfir matreitt í heimilisfræðitíma.
Þökkum við öllum þeim sem gáfu vinninga en allur ágóði rennur í skíðaferð sem áætluð er seinna í vetur.  Ef þið smellið hér birtast fleiri myndir.
.