Bingó

Í síðustu viku spiluðum við Bingó í Fjarðarborg en þetta er að verða árviss viðburður hjá okkur í febrúar. Þema kvöldsins voru náttföt og kunnu krakkarnir vel að meta það að fá að fara út og lífið í náttfötunum sínum. Nokkrir foreldrar og velunnarar þorðu líka að spóka sig um á náttfötunum svo úr var heilmikil skemmtun. Við þökkum Bjössa í bankanum, Línu í búðinni og Óla í Húsasmiðjunni kærlega fyrir þessa fínu hluti sem þau gáfu okkur í vinninga. Eins og gengur voru sumir heppnari en aðrir og fóru heim hlaðnir fínu dóti en aðrir létu sér nægja að spila með og þiggja smávegis popp og djús. Þökkum við öllum kærlega góða kvöldstund. Hérna er myndir frá kvöldinu.