Bingó

Sum höfuðföt voru frumlegri en önnur
Sum höfuðföt voru frumlegri en önnur
Í gær spiluðum við Bingó í Fjarðarborg. Að venju var vel mætt og að þessu sinni var þema kvöldsins "hattar". Mátti þar sjá hin ýmsu höfuðföt, sum mjög frumleg en önnur hefðbundin. Þetta var hin besta skemmtun og spilað um veglega vinninga en eftirtalin fyrirtæki gáfu okkur þá: Landsbankinn, Húsasmiðjan, A4, Samkaup strax og Héraðsprent.  Þökkum við kærlega fyrir góða kvöldstund. Hér má sjá myndir frá kvöldinu.