Bingó í Fjarðarborg

Reffilegir stjórnendur
Reffilegir stjórnendur
Í síðustu viku héldu nemendur grunnskólans bingó í Fjarðaborg. Alls mættu tæplega 40 manns en þema kvöldsins var "sólgleraugu" og setti það skemmtilegan lit á samkomuna. Spilað var um 12 glæsilega vinninga og var spennan oft á tíðum óbærileg en popp og djús hélt spilurum rólegum. Við þökkum foreldrum, Húsasmiðjunni, Landsbankanum og Samkaup fyrir þessa flottu vinninga. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessu skemmtilega bingó-kvöldi.

Myndir/Pictures