Bjartmar í Fjarðarborg - Barsvar - Matarhlaðborð

Við félagar hjá Já Sæll erum að opna um helgina og efnum til tónleika með snillingnum honum Bjartmari Guðlaugssyni. Bjartmar mun taka öll sín bestu og þekktustu lög, og hver veit nema óvæntir gestir stigi með honum á svið. Á undan tónleikunum verður glæsilegt matarhlaðborð sem hefst klukkan 19:00 og eftir það Barsvar sem hefst kl 20:30.


Opnunarmatarhlaðborð 3000.-kr
Tónleikar 2000.-kr
Matur og tónleikar 4500.- kr


Leitið endilega til okkar með tilboð fyrir stærri hópa

Skráning í mat fyrir klukkan kl 14:00 á fimmtudaginn í s: 472-9920 eða í skilaboðum á facebook.

Nánar á facebook hérna


Að tónleikum loknum munum við svo tilkynna tónleikadagskrá sumarsins, en í Fjarðarborg verður lifandi tónlist allar helgar fram yfir verslunarmanna helgi með úrvali landsþekktra tónlistarmanna.