Blábjörg farin að fá sitt endanlega útlit.

Blábjörg / Gamla frystihúsið
Blábjörg / Gamla frystihúsið
Gamla frystihúsið okkar hefur nú sjaldan litið eins vel út og núna, en verið er að vinna á fulli úti sem inni. Þar sem fréttamaður er staddur í útlöndum veit hann ekkert nánar um hvernig gengur en samkvæmt þessum myndum er rífandi gangur. Síðan hefur öruggar heimildir fyrir því að verið sé að útbúa spa aðstöðu í gamla vinnslusalnum með gufu, pottum og öðru nauðsynlegu sem er hreint út sagt frábært. Þetta er eitthvað sem hefur alltaf vantað, bæði fyrir heimamenn og ferðalanga.