Blaðamannafundur Bræðslunnar

Áskell Heiðar í Bræðslunni nú rétt áðan
Áskell Heiðar í Bræðslunni nú rétt áðan
Nú var að ljúka blaðamannafundi Bræðslunnar og var feiknagóð mæting fjölmiðlafólks og annara gesta. Áskell Heiðar Bræðslustjórnandi fór þar yfir dagskrá sumarsins og sagði einnig frá fyrirhugaðri rannsókn sem hann mun standa fyrir í sumar í tengslum við Bræðsluna. Framkvæmd verður rannsókn á samfélagslegum áhrifum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystra í sumar. Spurningakönnun verður gerð meðal heimamanna og gesta með það fyrir augum að skoða hver áhrif Bræðslunnar eru á borgfirskt samfélag, hver efnahagsleg áhrif hennar eru og hvaða áhrif hún hefur á umhverfi Borgarfjarðar. Bræðslan bauð í vöfflukaffi á tónleikastaðnum í dag þar sem Áskell Heiðar bræðslustjóri kynnti dagskrá sumarsins og sagði frá fyrirhugaðri rannsókn. Í máli hans kom m.a. fram að miðasala hefur aldrei farið eins vel af stað og þetta árið, en á þeim rúma sólarhring sem liðinn er síðan miðasala opnaði er bróðurparturinn seldur af þeim miðum sem seldir verða í forsölu.  Á meðan borgfirðingar gæddu sér á vöfflum buðu borgfirsk ungmenni upp á glæsilegan söng og tónlistarflutning.

Miðasalan gegnur hreint út sagt fáránlega vel og ljóst að forsölunni mun ljúka innan skamms

Sjáumst á Bræðslunni 2013