Blak í sparkhöllinni alla mánudaga

UMFB hefur ákveðið að efna til opinna blakæfinga alla mánudaga fram á sumar í Sparkhöllinni og er öllum hjartanlega velkomið að mæta. Blak er stórkostlegt sport til að spila saman og brúar vel aldursbilið. Það skal sérstaklega tekið fram að ekki eru gerðar neinar kröfur um hæfileika eða reynslu af blakspilamennsku. Aðalmálið er bara að skapa grundvöll til að koma saman og hafa gaman. Ef vel gengur skorum við á Þrótt Neskaupsstað þegar líður að sumri

Sjáumst sem flest í Sparkhöllinni kl 20:00 næstu mánudaga.

Hérna er hægt að skrá sig í facebookhóp og fá allar fréttir um blakæfingarnar og þannig.

Stjórn UMFB