Blíðan í dag

Þorpið á Þorra
Þorpið á Þorra
Á meðan fjölmiðlar höfuðborgarsvæðisins fjalla ekki um annað en ófærð, vetrarhörkur og önnur ömurlegheit, þá spókum við okkur hérna í 720 í dásemdarveðri. Sólin hækkar nú á lofti sérhvern dag og myndar einstaklega fallega birtu með stórum skuggum þar sem hún lúrir rétt yfir innfjöllunum. Í dag var undirritaður að njóta síðasta dagsins í jólafrínu heima og fór á rúntinn með myndavélina. Það góða við að fara aðeins að heiman er að maður upplifir náttúrna og hrikaleika hennar á allt annan hátt. Við eigum alveg einstaka náttúru hérna á Borgarfirði sem á sér enga líka í heiminum. Það er bara þannig.

Myndir frá deginum má sjá í myndasafni