Bollywoodhátíð í Fjarðarborg á föstudaginn

Hátíðin verður í þessum anda
Hátíðin verður í þessum anda
Þessi fréttatilkynning barst frá Já Sæll ehf í Fjarðarborg. Þetta verður eitthvað stórmerkilegt og eitthvað sem menn ættu ekki að missa af
BOLLYWOODHÁTÍÐ Í FJARÐARBORG

Hátíðin er tileinkuð indverskri menningu með sérstakri áherslu á Bollywood. Boðið verður uppá indverskan mat og vertar hússins verða íklæddir saríum sem sérpantaðir hafa verið frá Seyðisfirði sem er sem er sérstakur vinabær Indlands. Það er hinn þekkti hönnuður og fagurkeri Ríkey Kristjánsdóttir sem hefur sérvalið saríana.

Leikin verður Bollywood tónlist og leitast verður við að stýra umræðum gesta að Indlandi. Rúsínan í pylsuendanum er svo óopinber heimsókn indverskrar stúlku sem ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni þetta kvöld en þar sem hún er stödd suður á Víkum er ekki fullljóst hvert hlutverk hennar verður annað en að vera indversk eins og áður sagði.

Unnið er að undirbúningi pöbbkviss með indversku ívafi en ekki er fullljóst hvort af því verður þar sem Stefán Bogi yfirmaður pöbbkvisssviðs Fjarðarborgar er einnig að ganga suður á Víkum. Til að við getum keypt inn til veislunnar hæfilegt magn er nauðsynlegt að vita ca hve margir koma til með að mæta.

Vinsamlegast látið því vita á fimmtudag eða snemma á föstudag hvort þið komið til með að mæta. Annað hvort hér á fésbók eða í síma 472-9920 í Fjarðarborg.