Borgarfjarðarhreysti

Hoffa og Júlíus vinna sem einn maður.
Hoffa og Júlíus vinna sem einn maður.
Á hverju hausti fer fram Borgarfjarðarhreysti hér í grunnskólanum. Nemendur 8. - 9. bekkjar sáu um framkvæmdina að þessu sinni í samráði við Þröst.
Skipt var í tvö lið og keppt var í nokkrum greinum s.s. dvergakasti, boðhlaupi, limbói og keilu. Að lokum voru veitt verðlaun, bæði fyrir bestu tilþrifin og líka besta liðið. Nokkrir foreldrar sáu sér fært að koma og vera með okkur og skemmtu allir sér vel. Að keppni lokinni fengu allir sér hressandi ávexti og smá kaffisopa.