Borgarfjarðarhreysti

Jörgen Fífill, mjög einbeittur
Jörgen Fífill, mjög einbeittur
Borgarfjarðarhreysti fór fram 27. september s.l. Þá komu saman nemendur, foreldrar og kennarar og reyndu með sér í þrautabraut sem nemendur höfðu útbúið með aðstoð Bryndísar. Tekið var hraustlega á því og glumdu hvatningarópin um fjörðinn. Ákveðið var að endurtaka þetta með vorinu svo keppendur hafi tíma til að koma sér í form. Hér má sjá myndir frá keppninni.