borgarfjordureystri.is með yfir 111.000 þúsund heimsóknir á árinu

Þessi síða okkar er að slá aðsóknarmet þetta árið, en nú þegar þetta er skrifað hafa 111.170 manns heimsótt síðuna frá áramótum. Þessi heimasíða hefur verið starfrækt í tæp 10 ár af Ferðamálahóp Borgarfjarðar, en aldrei áður hafa heimsóknir farið yfir 100.000 á einu ári. Í fyrra voru þær um t.d. 70.000 yfir allt árið. Við hjá Ferðamálahópnum þökkum öllum velunnurum og fastagestum síðunnar fyrir og þetta eflir okkur til muna að bæta þessa síðu okkar áfram. Það vekur bæði undrun og ánægju hversu margar heimsóknir eru inn á enska hluta síðunnar, en þar ætlum við að reyna að bæta vefinn á komandi mánuðum.

Við viljum biðja alla facebook notendur sem hafa áhuga á borgfirskum málefnum fara á þessa slóð:
https://www.facebook.com/www.borgarfjordureystri.is og gera like. Þá fáiði allar helstu fréttauppfærslur og annað sem gerist á vefnum á facebookið ykkar.

Takk fyrir innlitin það sem af er árinu og verið óhrædd að senda inn myndir og annað til okkar á mailið hshelgason@gmail.com ef það er eitthvað sem þið viljið fá birt.

Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri