Borgfirðingar byggja veg!

Borgfirðingar eru orðnir hundleiðir á að ekkert gerist í samgöngumálum fyrir staðinn. Þessa dagana er verið að vinna í fjármálaáætlun næstu þriggja ára á Alþingi en í þeirri vinnu felst yfirleitt að skera niður í samgönguáætlun. Þess vegna ætlum við að hittast í Njarðvíkurskriðum næstkomandi mánudag 19.febrúar og taka málin í okkar hendur. Við ætlum að byrja að steypa okkur veg. Við viljum senda umheiminum áminningu um að ekki verði unað við núverandi ástand.

Nýtum okkur samstöðuna sem myndaðist á íbúaþingi og fjölmennum í skriðurnar svo eftir verði tekið. Látum í okkur heyra!!!

Nánari dagskrá og tímasetningar auglýstar síðar. Endilega deilið þessu með okkur. ALLIR velkomnir.

Kv.
Borgfirðingar í baráttuhug !!!!!


sjá nánar á facebook