Borgfirðingar og allir aðrir vinir Bræðslunnar athugið!!!

Bræðslan fer fram á Borgarfirði laugardaginn 26. júlí nk. Þann sama dag, eftir hádegi, verður útimarkaður við Fjarðarborg. Ýmislegt annað skemmtilegt verður á döfinni á sama tíma, fótboltaleikur, útitónleikar og fleira sem kynnt verður síðar.
Nú auglýsum við eftir aðilum sem vilja bjóða varning eða þjónustu til sölu á útimarkaði. Bræðslan mun bjóða upp á borð og rafmagnstengi á markaðnum sem verður í stóru tjaldi. Allt verður þetta seljendum að kostnaðarlausu. Seljendur bera að sjálfsögðu sjálfir ábyrgð á sinni starfsemi. Markaðurinn verður vel auglýstur og miðað við þróun síðustu ára má gera ráð fyrir fjölda gesta. Gríptu endilega tækifærið, við viljum fá sem flesta söluaðila hvort sem þú vilt selja matvæli, handverk, notað dót úr geymslunni eða eitthvað allt annað, allir sem vilja hjálpa til við að búa til skemmtilega stemmingu eru velkomnir! Áhugasamir vinsamlegast sendið skeyti á braedslanfestival@gmail.com eða hafið samband við Heiðar í síma 862 6163 eða í gegnum Facebook.

Með Bræðslukveðju
Bræðslustjórarnir