Borgfirskt vegakerfi á 63 sec

Við leitan að skemmtilegu efni til þess að setja hingað inn, rakst ég á þessa einstöku stuttmynd þeirra frænda, Birkis og Þrastar. Það er svo sannarlega kominn tími á endursýningu á þessu einstæða verki. Það er vonandi að þeir séu með eitthvað annað eins í smíðum þessa dagana. Þetta er söguleg heimild og merkilegt nokk, það hefur margt breyst í firðinum á þessum 5 árum frá því að myndin var gerð. Hver er helsti munurinn á Borgarfirði þarna og í dag?