Bræðslan 2012

Tónleikagestir Bræðslunnar í rífandi stuði
Tónleikagestir Bræðslunnar í rífandi stuði
Nú er Bræðslan liðin og ekki hægt að segja annað en að hún hafi gengið frábærlega fyrir sig í ár og eiga allir sem að henni komu hrós skilið fyrir flotta framkvæmd. Engin vandamál komu upp og allt fór fram í friði og fegurð. Við hérna á Borgarfirði þökkum þessum fjölmörgu gestum okkar kærlega fyrir það að ganga vel um þorpið okkar, haga sér með sóma og skilja okkur öll hér eftir heima með bros á vör og góðar minningar.

Tónleikarnir sjálfir fóru vel fram en ekki verður fjallað neitt sérstaklega um þá hérna en hægt er að hlusta á þá á http://www.ruv.is/frett/ras-2/braedslan-2012

Veðrið var mjög gott, þó að nokkuð kaldur norðan gustur hafi verið fram eftir Bræðsludeginum. Um kvöldið var síðan komið blankalogn og fjörðurinn skartaði sínu fegursta og ekki sást ský á himni.

Skömmina þetta árið fá símafyrirtækin en þau þurfa virkilega að fara að hysja upp um sig buxurnar og gera sér grein fyrir því að dreifikerfi þeirra nær enganvegin að þjónusta allan þennan fjölda en nær ómögulegt var að nota síma án vandræða um helgina.

Við hérna heima sendum hér með áskorun til þessara fyrirtækja að mæta þessari þörf og efla dreifikerfið sitt til muna.

Sjáumst öll hress á næstu Bræðslunni 2013.