Bræðslan búin - Stórkostleg eins og alltaf

John Grant ásamt æstum aðdáanda á Bræðslunni
John Grant ásamt æstum aðdáanda á Bræðslunni
Þá er Bræðsla ársins yfirstaðin og ekki hægt að segja annað en að allt hafi gengið eins og í sögu. Veðrið lék við okkur eins og ávallt og fjörðurinn smekkfullur af fólki, en það má alveg gera ráð fyrir að hér hafi verið um 3500 gestir um helgina. 

Við hérna á Borgarfirði, heimamenn, ferðaþjónustuaðilar og stjórn Bræðslunnar þökkum öllum fyrir frábæra helgi og við sjáumst vonandi öll hress að ári