Bræðslan, nánar um dagskrána

Glen Hansard tekur við Óskarnum
Glen Hansard tekur við Óskarnum
Jæja þá er farið að styttast í miðsöluna á Bræðsluna og hafa vinir Bræðslunnar á facebook fengið sérstakt boð um að kaupa miða í forsölu. Dagskráin lítur einstaklega vel út og ljóst að við erum að fá góða tónleika í ár eins og við var að búast af tónleikahöldurum. Hér í fréttinni er hægt að horfa á myndbönd með listamönnunum og hvetjum við alla til þess að kynna sér þá vel, sérstaklega Glen Hansard en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir ekki svo löngu fyrir tónlist sína. Hann hefur starfað í hinum þekkta dúett "The Swell Season" og verið forsprakki írsku sveitarinnar The Frames.

The Swell Season gáfu út frumraun sína samnefnda sveitinni 2006 og vakti platan nokkra eftirtekt.Árið 2007 fór svo heldur betur að draga til tíðinda hjá Glen og Marketu sem skipa dúettinn. Þau léku bæði í óháðu írsku myndinni "Once" ásamt því að gera tónlistina við myndina. "Once" sló óvænt í gegn á heimsvísu og varð stærsta óháða myndin árið 2007. Lagið "Falling Slowly" úr myndinni hlaut síðan hvorki meira né minna en Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd og má með sanni segja að The Swell Season hafi stimplað sig rækilega inn þá.




Bræðslan hefur styrkt sig í sessi sem einn af áhugaverðari stoppistöðum Íslands yfir sumarmánuðina.  Í gegnum tíðina hafa komið fram á Bræðslunni Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Fanfarlo, Lay Low, Þursaflokkurinn, Megas og Senuþjófarnir, Páll Óskar og Monika, Eivör Pálsdóttir, KK og Ellen svo fáein séu nefnd.

Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð eystri heim Bræðsluhelgina sem verður að teljast ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 140 manns.  Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndri síldarbræðslu þarsem tónleikar hátíðarinnar fara fram að laugardagskveldi.

Tjaldsvæðið Bræðslan 2010Í ár koma fram á hátíðinni írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard, hinir margrómuðu Hjálmar, hamingjuboltinn Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit sinni Ritvélum framtíðarinnar, austfirsku gleðirokkararnir í Vax og trúbadorinn geðþekki Svavar Knútur.

Forsala á Bræðsluna hefst fimmtudaginn 19. maí á midi.is og afgreiðslustöðum mida.is og er vert að taka fram að síðustu ár hefur selst upp á Bræðsluna í forsölu enda aðeins 800 aðgöngumiðar í boði í forsölu.

Bræðslan fékk Eyrarrósina 2010 við hátíðlega athöfn að Bessastöðum en Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa að.

Bræðslan er styrkt af Menningarráði Austurlands og Tónlistarsjóði Mennta - og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem Flugfélag Íslands er sem fyrr aðalmáttarstólpi Bræðslunnar.

Rás 2 hefur sent út frá Bræðslunni öll árin og verður einnig á staðnum í sumar. í kringum Bræðslutónleikana

http://www.facebook.com/braedslan
Miðasala á Bræðsluna fer fram á midi.is









Aðalstyrktaraðilar Bræðslunnar eru