Bræðslan yfirstaðin - Sennilega besta hátíðin frá byrjun

Stuðið í Bræðslunni á laugardaginn
Stuðið í Bræðslunni á laugardaginn
Jæja, þá er lífið komið í eðlilegar skorður hérna í Borgarfirði eftir Bræðsluhelgina 2011. Það verður að segjast að þessi hátíð heppnaðist alveg einstaklega vel í nær alla staði þau auðvitað megi finna eitthvað sem má betur fara. Tónleikar voru í boði, miðviku, fimmtu, föstu og laugardagskvöld í Fjarðarborg, Álfacafé og að sjálfsögðu í Bræðslunni. Gestir voru álíka margir í fyrra og jaðrar þetta við efri mörk þess sem þetta litla samfélag okkar getur tekið á móti með góðu. Gestir hátíðarinnar eiga heiður skilið fyrir prúða framkomu en ekki komu upp nein alvarleg mál í kringum hátíðina eins og oftast áður. Veðrið lék við hátíðargesti og brosandi andlit hvert sem litið var.


Heildarlisti þeirra sem komu fram þessa daga.

 • Jón Arngríms og Valli Skúla
 • Baddi í Árbæ
 • Þröstur Fannar
 • Eyrún, Hoffa og rauðhærða rythmaskrímslið
 • Aldís Fjóla og band
 • Magni and the Hafthors
 • Þórunn Guðmundsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Bragi Bergþórsson og Bergþór Pálsson.
 • Andri Bergmann og Hafþór Valur
 • Vinir Kalla
 • 1860
 • MIRI
 • Valdimar
 • VAX
 • Ylja
 • Svavar Knútur
 • Glen Hansard
 • Hjálmar (ekki Geirsson)
 • Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar
 • D.J. Óli Palli.
Á FACEBOOK síðu Bræðslunnar eru að hellast inn myndir frá þessum viðburðum og hvetjum við alla að kíkja þar inn.
Kári Sturlu, Magni og Heiðar Bræðslustjórar, ásamt öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg eiga miklar þakkir skilið fyrir sína vinnu, en þessi helgi skiptir okkur hérna í firðinum miklu máli enda ómetanleg auglýsing fyrir þetta litla byggðarlag.

Búið er að ganga frá öllu, bræðslan orðin hrein og því ekkert eftir nema að njóta minninganna frá þessari stórkostlegu helgi.

Hvernig toppum við þetta svo á næsta ári? .... það verður að koma í ljós síðar.