Búið að opna alla fjallavegi

Sigursteinn Arngrímsson upprennandi bóndi
Sigursteinn Arngrímsson upprennandi bóndi
Í vikunni var vegurinn til Loðmundarfjarðar ruddur en jafnframt var Björn á Bakka sendur hringinn í Breiðuvík til að hreinsa vegi. Er þetta óvenjusnemmt en skálaverðir Ferðafélags Fljótsdalshéraðs mæta nú á föstudaginn til starfa.
Ekki eru þó þessar leiðir allar opnar almennri umferð ennþá þar sem vegir þurfa að þorna og nokkuð eftir að hlána til að tala um greiðafæra vegi sérstaklega um Gagnheiði.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Brekkubæjarfé á leið um nýrudda slóða en stærsti skaflinn var Borgarfjarðarmegin í Gagnheiðinni.