Búið að opna niður á Víkur og í Loðmundarfjörð

Ármann Halldórs var á ýtunni í allan dag að brasa og gekk vel og því er það okkur mikil ánægja að tilkynna að allir vegir eru hér með opnir niður á víkur og til Loðmundarfjarðar. ATH! Ófært yfir Gagnheiðina til þess að byrja með vegna hálku, en það ætti að bráðna fljótlega. Víknaheiðin er fær.