Dagskrá Bræðslunnar 2012

Úr Bræðslunni í fyrra
Úr Bræðslunni í fyrra
Það er alltaf stór dagur hjá okkur þegar við tilkynnum þau bönd sem er búið að bóka á Bræðsluna, en það er einmitt dagurinn í dag. Plakatið fyrir Bræðslutónleikana sjálfa er tilbúið, en verið er að vinna í dagskránni sem verður dagana á undan í Fjarðarborg og í Álfacafé. Við erum einstaklega ánægð með þessa listamenn sem verða hjá okkur í sumar og væntum þess að fá frábæra tónleika að vanda.

Í tilefni dagsins ætlar Bræðslan að setja í loftið síðuna www.braedslan.is þar sem verður að finna allar upplýsingar um Bræðslu ársins og liðinna ára.

Við væntum þess að sjá sem flesta í firðinum í sumar og búumst við góðri og fallegri stemningu eins og venjuega.

Kveðja frá framkvæmdastjórn Bræðslunnar