Dagskrá Bræðslunnar 2013

Það er alltaf spenna í loftinu þegar við fáum að heyra þau nöfn sem verða á Bræðslunni ár hvert, og dagskráin í ár mun ekki valda neinum vonbrigðum leyfum við okkur að fullyrða.

Bræðslan er nú búinn fyrir löngu að festa sig í sessi sem einn merkilegasti menningarviðburður ársins á landsbyggðinni. Það er ekki sjálfgefið að halda þessa hátið, en með dyggri aðstoð og velvilja heimafólks er þetta farið að ganga ótrúlega vel, og allir þeir sem koma að þessu eru farnir að vinna saman eins og vel smurð vél ár hvert. Höldum áfram að styðja Bræðsluna svo hún megi halda áfram um ókomin ár okkur öllum til ómældrar gleði og ánægju.

Verið er að því að bóka listamenn sem koma fram dagana fyrir Bræðslutónleikana og munum við birta þau nöfn þegar nær dregur. Miðasala á Bræðsluna hefst þann 9.maí á midi.is