Dagur íslenskrar tungu

Fjör á degi íslenskrar tungu. Föstudaginn 15. nóvember héldum við upp á Dag íslenskrar tungu hér í Grunnskóla Borgarfjarðar. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði s.s. söng, upplestur og brandara. Þema dagsins var vinátta og var það rauði þráðurinn í dagskránni. Að lokinni hefðbundinni dagskrá var brugðið sér upp í sparkhöll þar sem keppt var í Borgarfjarðarhreysti. Keppt var í "íslenskum" boðhlaupum en rúsínan í pylsuendanum var keppni í sjómann þar sem tekið var gríðarlega á eins og sjá má á myndunum en hlekkur á þær er hér fyrir neðan.