Dagur leikskólans

Jón sveitarstjóri með Jónatani Smára  og Ronju Viktoríu
Jón sveitarstjóri með Jónatani Smára og Ronju Viktoríu
Í dag 6. febrúar er Dagur leikskólans Í tilefni dagsins færðu leikskólabörnin Jóni sveitarstjóra veggspjald með gullkornum frá leikskólabörnum sem Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla hafði látið útbúa í tilefni dagsins.  Eftir stutt spjall við Jón þakkaði Jónatan Smári 5 ára honum fyrir með þessum orðum: "Takk fyrir nýja leikskólann og fallega kastalann sem þú lést smíða handa okkur og í viðurkenningarskyni ætlum við að færa þér þetta fína plakat." Jón þakkaði fyrir sig og sagðist ætla að sýna hreppsnefndar mönnum veggspjaldið en það væri einmitt fundur hjá þeim í dag kl. 17:00.