Dagur leikskólans

Föstudaginn 6. feb. var dagur leikskólans.   Við ákváðum að halda upp á þennan dag síðasta föstudag og af því tilefni buðum við grunnskólanemendum í heimsókn til okkar. Að þessu sinni lögðum við áherslu á leikinn og gátu nemendur valið á milli ýmissa leikja s.s.  hlutverka og ímyndunarleikja, regluleikja, athygli og fínhreyfingaleikja, kubba og byggingaleikja. Gaman var að sjá hvað eldri nemendur grunnskólans virtust njóta þessarar stundar og hvað leikskólanemendur höfðu gaman af því að leika við þau.  Hér má sjá myndir/pictures.