Dagur stærðfræðinnar

Lægsta mögulega útkoma.
Lægsta mögulega útkoma.
Við erum dugleg hér í skólanum að finna okkur  okkur átyllu til að gleðjast saman og þá er nú gott að hafa hina ýmsu SÉRSTÖKU daga. Þetta gerðum við til dæmis í dag því nú er Dagur stærðfræðinnar. Af því tilefni bjuggum við til stærðfræðiratleik í íþróttatímanum og mátti sjá nemendur t.d. þylja upp margföldunartöfluna standandi á haus, föndra músastiga, mæla flatarmál markteigs og reyna að troða eins mörgum sentikubbum í box og mögulegt er. Já það má með sanni segja að það þarf ekki mikið til að gleðja okkur.