Dagur stærðfræðinnar og dagur leikskólans

Líkt og undanfarin ár héldum við dag leikskólans og dag stærðfræðinnar hátíðlegan með því að vinna að skemmtilegu stærðfræðiverkefni þvert á skólastigin í grunn- og leikskólanum. Í ár tókum við fyrir mynstur sem þema, nemendur unnu að þökun og flutningi með ýmsum geómetrískum formum. Unnu sitt eigið verk sem síðan varð hluti af stóru verki sem nú prýðir miðrými skólans. Þarna fór saman samþætting myndlistar og stærðfræði og blanda af einstaklingssnámi og samvinnunámi.