Dagur stærðfræðinnar og leikskólans

Í gær héldum við upp á dag stærðfræðinnar og leikskólans. Nemendur leik- og grunnskóla unnu saman verkefni þvert á aldur. Viðfangsefnið að þessu sinni var " Formin í náttúrunni" og var nemendum skipt í tvo hópa. Fóru þau með myndavél á stúfana og tóku myndir af formum í náttúrunni. Þegar heim kom voru myndirnar prentaðar út og síðan teiknaðar á blað.