Dagur stærðfræðinnar og leikskólans

Origami og mósaik
Origami og mósaik
Í gær héldum við hátíðlegan dag leikskólans og líka dag stærðfræðinnar en hann var með réttu síðast liðinn föstudag. Að þessu sinni ákváðum við að flétta saman þessa tvo daga og vinna sameiginleg verkefni í tengslum stærðfræðina. Leikskóladömurnar okkar voru búnar að baka, ásamt Veru sem var í heimsókn hjá okkur,  dýrindis fínar kökur sem þær buðu upp á ásamt safa. Eftir hressinguna brutum við ýmis origami pappírsbrot sem tengdust sjónum, s.s. hvali, fiska og báta, og festum upp á sjávarbakgrunn sem grunnskólakrakkarnir bjuggu til í síðustu viku. Allur pappírinn sem notaður var í föndrinu var annaðhvort úr pappírsafgöngum eða gömlum myndasögublöðum, en verkefnið var einnig liður í Grænfánastarfi skólans og tengist þemanu neysla sem við erum að vinna með á þessu tímabili.