Dans

Í síðustu viku var dansnámsskeið hér í skólanum þar sem Bryndís Snjólfsdóttir kenndi nemendum grunnsporin í hinum ýmsu dönsum. Þau voru síðan með smá sýningu á félagsvistinni í síðustu viku og var ekki annað að sjá en þau væru orðin mjög flink. Þess má til gamans geta að ákveðinn hluti krakkanna hafa myndað hóp og verið að hittast á sunnudögum með Bryndísi og iðka þessa list. Okkur skilst að þangað séu allir velkomnir.
Hér má sjá myndir/pictures frá námskeiðinu.