Dansað í Vinaminni

 Í gær fóru nemendur 4. - 10. bekkjar og leikskólabörnin upp í Vinaminni og dönsuðu við "heldri borgara" og gesti þeirra. Tilefnið var að síðast liðnar vikur hefur verið kenndur dans og ákváðu krakkarnir að nú væri tímabært að skipta um dansfélaga, sína sig og sjá aðra dansa. Undirtektirnar voru mjög góðar. Krakkarnir buðu fullorðnafólkinu upp og var mikið tjúttað við undirleik Stínu á Framnesi sem einnig spilaði undir söng.  Í lokin var spilað á spil og borðaðar vöfflur. Hér er hægt að sjá fleiri myndir úr heimsólkinni.