Danshátíð á Borgarfirði 21. - 23. september

Frá æfingadansleik
Frá æfingadansleik
Samtökin KOMIÐ OG DANSIÐ standa fyrir danshátíð á austurlandi 20. – 23. September n.k. Samtökin eru þekkt fyrir auðveld dansnámskeið þar sem öllum er óhætt að mæta og njóta þess að dansa og skemmta sér. Gleðin hefst með stuttu dansnámskeiði í Grunnskólanum á Reyðarfirði fimmtudagskvöldið 20.september kl. 20.oo – 22.oo  Þú þarft ekkert að kunna og mátt koma án dansfélaga.

Föstudagskvöldið 21.sept. er æfingadansleikur með geislatónlist í félagsheimilinu Fjarðarborg á
Borgarfirði eystra.  Á undan er hægt að kaupa kjötsúpu og kaffi, og á eftir er hægt að fá gistingu og morgunverð á frábæru verði.

Laugardag og sunnudag eru dansnámskeið á sama stað – Línudansar og Sving og á laugardagskvöldið er matarveisla, skemmtidagskrá og æfingadansleikur með Næturvaktinni.

Skráning er hjá Bryndísi Snjólfsdóttur S. 893-9913 og hjá Bergvin Andréssyni S: 867-7698