Dekurhelgi fyrir konur 22.-24. febrúar

Gistiheimilið Blábjörg á Borgarfirði verður með sérstaka dekurhelgi fyrir konur þann 22. - 24 febrúar. Við hvetjum allar konur til að kíkja á þessa dagskrá og skella sér í alvöru dekur og afslöppun á Borgarfirði, en aðstaðan á Blábjörgum er vægast sagt orðið frábær fyrir svona viðburði.


Dagskráin er glæsileg
Föstudagur
16:00 - Mæting í Blábjörg
18:00 - Léttur kvöldverður
19:00 - Heitur pottur, gufa, herðanudd og slökun í höndum snyrtistofu Öldu og félaga.
21:00 - Snyrtikvöld
Nudd og maski – yfirborðshreinsun með peeling, nudd og maski.
Létt handsnyrting – handabað, snyrta/þjala neglur, handanudd/skrúbb.
Partanudd og skrúbb – líkamsskrúbb, partanudd.

Laugardagur
09:00-11:00 - morgunverður
11:30 Dekur - Gönguferð / Þægileg og skemmtilegt gönguferð með Bryndísi Skúladóttur göngufrömuði
14:00 Hádegisverður
15:00 Hvíld
17:00 Heitur pottur, gufa
18:30 Kvöldverður í Álfacafé - þriggja rétta máltíð í hjarta Borgarfjarðar.
20:00 Olga Einarsdóttir stílisti tekur svo við með skemmtilega kvöldstund fyrir konur.
Örnámskeið um fatastíl. Skemmtileg kvöldstund þar sem farið verður yfir fatastíl, fylgihluti
og flotta fataskápa.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- útlit
- fatnað
- fataskápa
- skemmtilegar verslunarferðir
Í Stælboðið skaltu taka þetta með
- Eina uppáhaldsflík
- Tvær til þrjár aðrar sem þú hefur keypt en eru ónotaðar

Sunnudagur
9:30-11:00 Morgunverður
11:00-12:00 Léttur zumba tími, teygjur og slökun í höndum Auðar Völu íþróttafræðings
14:00 Heilsa, útlit, fegurð - skemmtilegar umræður í góðum konuhóp
16:00 Heimför.

Verð. 39.500. kr með öllu
Upplýsingar: audurvala@simnet.is / sími 861-1791

Matseðill:
Föstudagur:
Sjávarréttarsúpa, brauð og salat
Léttar veitingar um kvöld

Laugardagur:
Gróft brauð, skonsur, álegg, salat, morgunkorn, ávextir
Pastaréttur, salat
Heitur brauðréttur, kökur, ávextir o.fl
Þriggja rétta máltíð í Álfacafé um kvöld

Sunnudagur:
Gróft brauð, skonsur, álegg, salat morgunkorn, ávextir
Kjúklingaréttur m.rauðrófusalati
Léttar veitingar, salat, kökur, bruchettur.