Drangar á leiðinni með tónleika

Það verða hreint út sagt magnaðir tónleikar hérna föstudagskvöldið 25. október en þá mæta þeir Mugison, Ómar Guðjóns og Jónas okkar Sigurðsson og spila í Fjarðarborg. Í sumar dvöldu þeir saman hérna á Borgarfirði við lagasmíðar og textagerð og er afraksturinn væntanlegur á plötu sveitarinnar, sem þeir kalla Drangar. Það er okkur mikill heiður að þeir ætli að koma við hérna á tónleikaferðalaginu og vonumst við að sjá sem flesta, bæði þá sem eru búsettir í firðinum og einnig alla góðvini Borgarfjarðar.

Hérna er viðburðurinn á facebook og tilvalið að boða komu sína þar


kv Já Sæll - Fjarðarborg